DULKÁPAN
  • FORSÍÐA
  • UM
  • LISTAMENN
Picture
LANDMANNALAUGAR
María Dalberg
20 bls. útg. 2015

Bókverk

Ég geng um á hvítu hverasvæði og hlusta á marrið í sandinum. Hveraloft snertir húðina og líkamshreyfingarnar gufa upp. Ég herði gönguna og hvísla: „steinn, teiknuð mynd af steini, blár steinn, blátt. Blátt í orðum“. Ég finn hvernig setningarnar elta takt fótataksins og myndir og orð poppa upp á víxl í huganum. Líkaminn er vél sem knýr allt áfram.  Bókverkið Landmannalaugar inniheldur klippimyndir þar sem áhersla er lögð á samklipp ólíkra skynjana, takt milli setninga og hrynjanda orða gegn fótataki líkamans. 


Bókverkið er byggt á 20 minútna löngum göngutúr í Grænagili í Landmannalaugum. Ég gekk ein um svæðið og talaði upphátt við sjálfa mig. Ég tók upp hljóðin sem ég gaf frá mér og skráði seinna hljóðupptökuna á nákvæma tímalínu. Tímalínan er grunnurinn að bókverkinu og er bókin byggð upp á ósýnilegum hnitum sem merkja rétta setningu á réttan stað út frá upptökunni í Grænagili.

 


Powered by Create your own unique website with customizable templates.