Helgi Þórsson er fæddur í Reykjavík 1975. Hann hlaut BFA gráðu í myndlist frá Gerrit
Rietfeld Akademíunni í Amsterdam árið 2002, nam sónólógíu í Konunglegu Konservatoríunni í Haag og hlaut árið 2004 MFA gráðu frá Sandberg stofnuninni í Amsterdam. Helgi hefur haldið fjöldann allann af einka -og samsýningum bæði hér heima og erlendis. Hann er einnig meðlimur hljómsveitanna Evil Madness og Stilluppsteypu. Meira um Helga og hans verk: http://helgithorsson.flavors.me/ |