SYNDAAFLAUSNIR
Guðrún Heiður Ísaksdóttir DULKÁPAN 24/100 bls. 2014 Þátttökugjörningur Til sölu: [email protected] Syndaaflausnir var þátttökugjörningur sem fór fram í Ekkisens síðla árs 2014. Í gjörningnum gafst þátttakendum færi á að segja frá syndum sínum og fá syndaaflausn í ljóði. Guðrún Heiður sat á bak við tjald með ritvél og ritaði aflausnirnar á tvírit. Syndgarinn fékk frumritið en afritið var sett saman í bókverk. Verkið telst fullklárað þegar aflausnirnar verða 100 talsins. Bókverkið inniheldur 24 syndaaflausnir af 100. |