DULKÁPAN
  • FORSÍÐA
  • UM
  • LISTAMENN
Picture
Freyja Eilíf (f. 1986) er sjálfstætt starfandi myndlistarkvendi sem býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2014 og stofnaði sýningarýmið Ekkisens haustið sama ár og rekur það enn ásamt því að teyma farand- og hústökusýningar á vegum Ekkisens í öðrum rýmum. Freyja vinnur verk í mjög blandaða miðla og oft á tíðum fundið efni.  Freyja hefur einnig gefið út þónokkur bókverk og stofnaði til að mynda tímaritið Listvísi – Málgagn um myndlist ásamt Birtu Þórhallsdóttur árið 2012, ritstýrði fyrstu fjórum tölublöðum af því og situr nú í ritstjórnarteymi Listvísi ásamt öðrum myndlistarkvendum. Hún er meðlimur í myndhöggvarafélaginu, sambandi Íslenskra  myndlistarmanna og starfar á vinnustofu sinni á eigin heimili í Reykjavík.

Picture
LITAÐU OG LÆRÐU UM ÍSLENSKA NÚTÍMALIST
Freyja Eilíf

útg. 2014
Picture
NEÓ TESTAMENT FYRIR LISTSJÚKA OG AÐSTANDENDUR ÞEIRRA
Freyja Eilíf

útg. 2013
Picture
LISTVÍSI MÁLGAGN UM MYNDLIST
Freyja Eilíf

útg. 2013
Picture
ERÐANÚ ANDSKOTANS DRULLUPISS
Freyja Eilíf

útg. 2013
Picture
LISTAMENN LIST!
Freyja Eilíf

útg. 2013
Picture
LISTAFRÆÐI FYRIR LISTAMENN
Freyja Eilíf

útg. 2013
Picture
VIRKJUM SKÖPUNARKRAFT!
Freyja Eilíf

útg. 2013
Powered by Create your own unique website with customizable templates.