Freyja Eilíf (f. 1986) er sjálfstætt starfandi myndlistarkvendi sem býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2014 og stofnaði sýningarýmið Ekkisens haustið sama ár og rekur það enn ásamt því að teyma farand- og hústökusýningar á vegum Ekkisens í öðrum rýmum. Freyja vinnur verk í mjög blandaða miðla og oft á tíðum fundið efni. Freyja hefur einnig gefið út þónokkur bókverk og stofnaði til að mynda tímaritið Listvísi – Málgagn um myndlist ásamt Birtu Þórhallsdóttur árið 2012, ritstýrði fyrstu fjórum tölublöðum af því og situr nú í ritstjórnarteymi Listvísi ásamt öðrum myndlistarkvendum. Hún er meðlimur í myndhöggvarafélaginu, sambandi Íslenskra myndlistarmanna og starfar á vinnustofu sinni á eigin heimili í Reykjavík.
|
LITAÐU OG LÆRÐU UM ÍSLENSKA NÚTÍMALIST
Freyja Eilíf útg. 2014 NEÓ TESTAMENT FYRIR LISTSJÚKA OG AÐSTANDENDUR ÞEIRRA
Freyja Eilíf útg. 2013 LISTVÍSI MÁLGAGN UM MYNDLIST
Freyja Eilíf útg. 2013 |
ERÐANÚ ANDSKOTANS DRULLUPISS
Freyja Eilíf útg. 2013 LISTAMENN LIST!
Freyja Eilíf útg. 2013 |
LISTAFRÆÐI FYRIR LISTAMENN
Freyja Eilíf útg. 2013 VIRKJUM SKÖPUNARKRAFT!
Freyja Eilíf útg. 2013 |